Um Opna orðabók

Markmið & tilgangur

Eftir því sem æ meira af daglegu líferni fer fram við tölvuskjá og internetið tekur meira pláss í lífi okkar íslendinga eykst áhlaup annarra tungumála á íslensku. Það er því mikilvægt að við stöndum vörð um tungumálið okkar. Meirihluti þess texta sem skrifaður er á íslensku í dag er ritaður á tölvu. Það er því mjög alvarlegt mál að það skuli séu fá aðgengileg tól og tæki á tölvum sem stuðla að bættri íslenskunotkun.

Það er von ritstjóra að Opin orðabók geti hjálpað til við að koma til móts við þessa þörf. Bókin er öllum opin. Hún er ókeypis. Hún er kannski ekki sú nákvæmasta sem til er, en því fleiri sem nota hana, því betri verður hún.

Viltu taka þátt?

Það eru mörg verk að vinna og þau vinnast hægt í áhugastarfi fárra. Fyrst og fremst getur þú orðið að liði með því að nota orðabókina og leiðrétta það sem í henni er ásamt því að skrá ný orð inn í hana.

Forritara vantar til þess að klára að vinna þá hluta virkninar sem ennþá vantar, eða til þess að útfæra nýjar hugmyndir. Íslenskufræðinga vantar til þess að fara yfir virkni og leggja til hugmyndir, hvort sem þær eru nýjar, eða um hvað betur mætti fara. Lögfræðinga vantar til þess að skoða skilmála og fyrirvara fyrir orðabókina; því betra er að vissa ríki um það að gögnin sem inn í orðabókina eru sett haldist eign notenda.

Ef þú hefur áhuga á því að leggja orðabókinni lið, þá er um að gera að hafa samband við ritstjóra: Borgar Þorsteinsson.



Forritun og gagnagrunnur upprunalega unninn af Borgari Þorsteinssyni á árunum 2003-2008.